25 Nov Tónlistarhátíð Rásar 1 – Þræðir
Tónlistarhátíð Rásar 1 var haldin í fjórða sinn þann 25. nóvember 2020 í Hörpu. Anna Þorvaldsdóttir, tónskáld, var listrænn stjórnandi að þessu sinni. Þema hátíðarinnar, Þræðir, hverfist um hugleiðingar um tímann með sérstöku tilliti til 90 ára afmælis RÚV og 250 ára fæðingarafmælis Beethovens. Pöntuð voru fjögur ný tónverk sem tónlistarhópurinn Elektra flutti á tónleikum. Tónskáldin fjögur komu úr nokkuð ólíkum áttum. Þau voru Haukur Þór Harðarson, Högni Egilsson, Sóley Stefánsdóttir og Veronique Vaka. Þau unnu með þema hátíðarinnar hvert á sinn hátt og tengingin við tímann birtist á ólíkan hátt í verkum þeirra. Engir áhorfendur voru á tónleikunum en þeir voru sendir út í beinni útsendingu á Rás 1 og í mynd á RÚV 2 og RÚV.is.
Sorry, the comment form is closed at this time.