Tónlistarhátíð Rásar 1 haldin í þriðja sinn

24 Nov Tónlistarhátíð Rásar 1 haldin í þriðja sinn

Orðin hljóð er yfirskrift tónlistarhátíðar Rásar 1 sem haldin var í Hörpu laugardaginn 23. nóvember.
Þetta var í þriðja sinn sem hátíðin var haldin en listrænn stjórnandi hennar í ár var Daníel Bjarnason. Frumflutt voru fjögur verk sem sérstaklega voru pöntuð fyrir hátíðina og tengdust þema hennar, en tónskáldin völdu hvert sitt ljóðskáld til samvinnu. Verkin á tónleikunum voru afrakstur þessa samstarfs þar sem tónskáldin unnu með textann á ýmsan hátt og flétta hann við tónlist sína bæði sem söng og upplestur.
No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.