28 Oct Tónlistarhátíð Rásar 1 Deilt með tveimur haldin í fyrsta sinn
Deilt með tveimur Tónlistarhátíð Rásar 1 í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur og Tónskáldasjóð Ríkisútvarpsins var haldin í fyrsta sinn í Hafnarhúsinu laugardaginn 28. október. Fjórir rómaðir tónlistarhöfundar völdu sér tvo listamenn hver til samstarfs og afraksturinn var tónleikar með frumfluttum verkum eftir íslensk tónskáld. Tónleikarnir voru sendir út í beinni á Rás 1 og í myndstreymi á RÚV.is. Stefnt er að því að hátíðin verði árviss viðburður.
No Comments