Tónaflóð um landið 2020

03 Jul Tónaflóð um landið 2020

Sumartónleikaröð RÚV og Rásar 2, Tónaflóð um landið heppnaðist afar vel. Tónleikarnir voru í beinni útsendingu í sjónvarpi og útvarpi alla föstudaga í júlí. Hljómsveitin Albatross ásamt söngkonunni Elísabetu Ormslev og dagskrárgerðar- og tæknimönnum RÚV, ferðuðust vítt og breitt um landið og blésu til stórtóleika í hverjum landshluta, þar sem áhersla var lögð á tónlist og tónlistarfólk frá viðkomandi stað. Á hverjum tónleikum komu fram fjöldi gestasöngvara og lagalistinn samanstóð af þekktustu lögum landshlutans. Gefin var út söngbók með öllum tónleikalögunum, hún var aðgengileg á vef RÚV svo áhorfendur gætu sungið með hvar sem er á landinu.

 

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.