22 Aug Tónaflóð, stórtónleikar Rásar 2 á Menningarnótt.
Stórtónleikar Rásar 2, Tónaflóð, fóru fram í 21. sinn við Arnarhól á Menningarnótt í blíðskaparveðri. RÚV núll hóf leik og komu fram á dagskrá á þeirra vegum mikið af frambærilegasta unga tónlistafólki landsins. Söngkonurnar GDRN og Bríet, Herra Hnetusmjör og Huginn, Flóni, Birnir og tvíeykið Jói Pé og Króli. Að því loknu tók Rás 2 við dagskránni og fyrst á svið var samstarfsverkefni Prins Póló og Hjálma. Þá tóku við Írafár sem fögnuðu 20 ára afmæli sínu og stórhljómsveitin Todmobile var svo síðust á svið.
http://www.ruv.is/i-umraedunni/tonaflod-stortonleikar-a-menningarnott-i-21-sinn
Sorry, the comment form is closed at this time.