30 Sep Tímamótasamningur við DR um sölu á íslensku sjónvarpsefni
RÚV undirritað rammasamning við DR-Sales í september. Samningurinn felur í sér að DR Sales sér um að markaðssetja, selja og fjármagna dagskrárefni í eigu og meðframleiðslu RÚV um allan heim. Sem kunnugt er hefur DR verið í fararbroddi í framleiðslu á leiknu sjónvarpsefni á undanförnum árum og er efni danska ríkissjónvarpsins sýnt um allan heim. Með því að efni RÚV fer inn í alþjóðlegt sölu- og dreifikerfi DR Sales opnast möguleikar á því að íslenskt sjónvarpsefni ferðist víðar, skili meiri tekjum og þannig skapist tækifæri til að framboð á íslensku efni hjá RÚV aukist enn frekar.á. RÚV býður innlendum, sjálfstæðum framleiðendum og öðrum sjónvarpsstöðvum hérlendis að selja efni, sem líklegt er til árangurs á erlendri grund, í gegnum samninginn.
No Comments