Þrjú ráðin í stjórnunarstöður hjá RÚV

01 Dec Þrjú ráðin í stjórnunarstöður hjá RÚV

Fyrir rúmum mánuði var kynnt uppfært stjórnskipulag RÚV en það styður við nýja stefnu RÚV til 2021. Skipulagsbreytingarnar styrkja dagskrárþróun, framleiðslu og miðlun til stafrænnar framtíðar. Þá voru auglýst þrjú mikilvæg stjórnunarstörf laus til umsóknar. Alls bárust 76 umsóknir um störfin þrjú og eftir markvisst og vandað ráðningarferli hjá Capacent var niðurstaðan sú að Baldvin Þór Bergsson er dagskrárstjóri númiðla og Rásar 2, Birgir Sigfússon framkvæmdastjóri miðla og Steinunn Þórhallsdóttir framkvæmdastjóri framleiðslu og ferla. Öll hafa þau víðtæka menntun og reynslu sem mun nýtast vel í nýjum störfum.

http://www.ruv.is/i-umraedunni/thrju-radin-i-stjornunarstodur-hja-ruv

No Comments

Post A Comment