Þjónusta RÚV skert vegna kvennaverkfalls

24 Oct Þjónusta RÚV skert vegna kvennaverkfalls

Fjöldi samtaka launafólks, kvenna og hinsegin fólks stóðu að kvennaverkfalli þriðjudaginn 24. október og stór hluti starfsfólks RÚV lagði niður störf þennan dag. Þrátt fyrir það var nauðsynlegri þjónustu haldið gangandi, eftir því sem aðstæður leyfðu. Ríkisútvarpið dró ekki af launum þeirra sem tóku þátt í verkfallinu. Lögreglan telur að allt að hundrað þúsund manns hafi safnast saman á Arnarhóli á baráttufundi en viðburðir voru haldnir á yfir 20 stöðum víðsvegar um landið.   

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.