Stefna um fjarvinnu hjá RÚV kynnt starfsfólki

14 Sep Stefna um fjarvinnu hjá RÚV kynnt starfsfólki

Starfsfólki RÚV var gert grein fyrir nýrri fjarvinnustefnu þann 14. september. Með fjarvinnustefnunni býður RÚV starfsfólki upp á aukinn sveigjanleika og fjölbreyttara starfsumhverfi í þeim störfum þar sem það er mögulegt. Öll störf /verkefni sem með góðu móti er hægt að sinna utan vinnustaðarins falla undir
stefnu RÚV um fjarvinnu. Í því felst að starfsfólk getur fengið heimild til sveigjanlegrar viðveru með því að sinna starfi í fjarvinnu að ákveðnum hluta ef forsendur um fjarvinnu eru uppfylltar. Miðað er við að fjarvinna geti verið um 20% af hefðbundinni vinnuviku ef forsendur um fjarvinnufyrirkomulag eru uppfylltar. Ákvörðun um fjarvinnu þarf alltaf að taka í samvinnu við næsta yfirmann. Forsendur fjarvinnu geta breyst og litið er á stefnuna sem tilraunaverkefni.

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.