14 Sep Stefna um fjarvinnu hjá RÚV kynnt starfsfólki
Starfsfólki RÚV var gert grein fyrir nýrri fjarvinnustefnu þann 14. september. Með fjarvinnustefnunni býður RÚV starfsfólki upp á aukinn sveigjanleika og fjölbreyttara starfsumhverfi í þeim störfum þar sem það er mögulegt. Öll störf /verkefni sem með góðu móti er hægt að sinna utan vinnustaðarins falla undir
stefnu RÚV um fjarvinnu. Í því felst að starfsfólk getur fengið heimild til sveigjanlegrar viðveru með því að sinna starfi í fjarvinnu að ákveðnum hluta ef forsendur um fjarvinnu eru uppfylltar. Miðað er við að fjarvinna geti verið um 20% af hefðbundinni vinnuviku ef forsendur um fjarvinnufyrirkomulag eru uppfylltar. Ákvörðun um fjarvinnu þarf alltaf að taka í samvinnu við næsta yfirmann. Forsendur fjarvinnu geta breyst og litið er á stefnuna sem tilraunaverkefni.
Sorry, the comment form is closed at this time.