Stefna RÚV til 2026

22 Sep Stefna RÚV til 2026

RÚV hefur fylgt þjóðinni í meira en 90 ár og gegnir mikilvægara hlutverki en nokkru sinni fyrr. Fjölmiðlanotkun hefur tekið stakkaskiptum, bæði hvað varðar fréttir, fræðslu og afþreyingu. RÚV er allt í senn förunautur íslensku þjóðarinnar, háskóli alþýðunnar og uppspretta skemmtunar og fróðleiks sem tengir þjóðir og einstaklinga í skilningi og friði, er vettvangur heilbrigðra skoðanaskipta, leiksvið margra lista, verkstæði fjölbreyttra framkvæmda og staður stórra drauma. Styrkur RÚV í samtímanum liggur ekki síst í því að hvert og eitt okkar hefur vaxandi möguleika á að stýra samsetningu dagskrár eftir eigin áhugasviði og tíma. Þess vegna tekur nýtt kjörorð einstaklinginn inn í myndina – sem er kjarninn í starfseminni. Markmiðið er að RÚV fylgi þér jafnt í daglegu amstri sem á þínum bestu stundum. Stefna Ríkisútvarpsins er í senn skýr, aðgengileg og metnaðarfull. Þar er hlutverk RÚV skilgreint sem og þau gildi sem starfað er eftir, stefnuáherslur og framtíðarsýn. Hér má sjá stefnu RÚV.

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.