28 Jan Stefán Eiríksson ráðinn útvarpsstjóri
Stefán Eiríksson var ráðinn útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins til næstu fimm ára. Staða útvarpsstjóra var auglýst 15. nóvember 2019 í kjölfar þess að Magnús Geir Þórðarson lét af störfum. Alls barst 41 umsókn um stöðuna. Stjórn Ríkisútvarpsins ræður útvarpsstjóra, ber ábyrgð á ráðningarferlinu og öllum ákvörðunum því tengdu. Stjórnin lagði áherslu á faglegt og vandað ráðningarferli og naut liðsinnis ráðgjafa Capacent. Í ráðningarferlinu var lögð áhersla á meta umsækjendur út frá þeim hæfniskröfum sem fram voru settar í auglýsingunni um starfið. Þar var rík áhersla lögð á þekkingu, reynslu og færni í stjórnun og rekstri og leitað eftir öflugum leiðtoga til að stýra RÚV inn í nýja tíma miðlunar.
https://www.ruv.is/i-umraedunni/stefan-eiriksson-nyr-utvarpsstjori
Sorry, the comment form is closed at this time.