Stafræn miðlun stórefld

02 Aug Stafræn miðlun stórefld

Eitt af stefnumiðunum sem RÚV setti sér í nýrri stefnu á árinu 2017 var að efla mjög stafræna og ólínulega þjónustu við notendur. Með því yrði mætt sífellt auknum kröfum nútímans um betra aðgengi að dagskrárefni almannaþjónustumiðils sem ætlað er að ná til allra.
Sett var á fót nýtt svið innan RÚV, númiðlar – Rás 2, sem sinnir jöfnum höndum síkvikri dagskrárgerð á vef, í útvarpi og á samfélagsmiðlum. Þá hefur verið fjárfest myndarlega á undanförnum misserum í tækni- og hugbúnaðarþróun til að ná fram þessum stefnumiðum. Meðal nýjunga sem kynntar hafa verið á undanförnum misserum er nýr spilari fyrir bæði útvarp og sjónvarp á vef. Nýtt og endurbætt RÚV-app fyrir öll snjalltæki og á dögunum var jafnframt kynnt nýtt app fyrir Apple TV notendur. Þá hefur útvarpsefni af bæði Rás 1 og Rás 2 verið gert aðgengilegt í hlaðvarpi í gegnum streymiforritið Spotify.
No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.