02 Feb Stafræn dreifing sjónvarps innleidd
Ein stærstu tímamótin í íslenskri fjarskiptasögu urðu 2. febrúar þegar hliðrænum útsendingum var hætt og nýtt stafrænt dreifikerfi virkjað. Kerfið nær til 99,9% landsmanna og myndmerkið er það besta sem er í boði á landinu, óþjöppuð háskerpa (þegar slíkt efni er í boði). Kerfið byggir á DVB-T og DVB-T2, stöðlum sem evrópskar sjónvarpsstöðvar nota. Almenningur þarf ekki að kaupa neina aukaþjónustu til að ná útsendingum RÚV heldur þarf einungis loftnet. Samningur við Vodafone um innleiðingu kerfisins var undirritaður fyrri hluta ársins 2013.
http://www.ruv.is/frett/timamot-i-dreifingu-sjonvarps
No Comments