27 Aug Spennandi vetur hjá KrakkaRÚV kynntur
KrakkaRÚV var sett á laggirnar í október 2015 og síðan þá höfum við fengið að vinna með ungum snillingum af landinu öllu sem hafa fengið okkur til að hlæja, tárast, undrast, gleðjast og allt þar á milli.
Fimmti veturinn undir merkjum KrakkaRÚV stefnir í að verða sá yfirgripsmesti frá upphafi. Þannig má nefna nýja seríu af Verksmiðjunni, nýsköpunarkeppni ungs fólks og þá munu Barnamenningarhátíð og Sögur – verðlaunahátíð barnanna verða glæsilegri en nokkru sinni fyrr. Að sjálfsögðu verða svo fastir liðir á dagskrá eins og Stundin okkar, vegleg jóladagskrá með m.a. árlegu Jóladagatali og þá fá krakkarnir sjálfir áfram að spreyta sig við að segja krakkafréttir. Einnig mun UngRÚV, ný þjónusta fyrir unglinga, verða fyrir ferðarmikil á árinu. Þar verður fjallað um unglingamenningu og fylgst með fjölmörgum viðburðum eins og t.d. Skrekk, Samfés, Rímnaflæði og Upptaktinum.
https://www.ruv.is/i-umraedunni/spennandi-vetur-framundan-hja-krakkaruv
Sorry, the comment form is closed at this time.