Spennandi vetrardagskrá í sjónvarpinu

03 Sep Spennandi vetrardagskrá í sjónvarpinu

Haustinu er tekið fagnandi á RÚV með fjölbreyttri og vandaðri dagskrá. Ýmsar nýjungar voru kynntar til sögunnar í bland við þekkta dagskrárliði. Að venju var áhersla lögð á vandaða innlenda dagskrá, nýtt íslenskt leikið efni og fjölbreytt menningarefni ásamt góðum skammti af skemmtun, fræðslu, íþróttum og barnaefni. Um miðjan september hófust sýningar á Ráðherranum, nýrri þáttaröð sem segir frá baráttu forsætisráðherra við geðhvarfasýki og tilraunum samstarfsfólks hans til að halda sjúkdómnum leyndum fyrir þjóðinni, jafnvel þó það ógni stöðugleika ríkisins. Þá var sérstök sjónvarpsútgáfa af kvikmyndinni Gullregn sýnd í þremur hlutum, en kvikmyndin er byggð á samnefndu leikriti sem sló í gegn árið 2012.
No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.