Söngvakeppnin í 30 ár

20 Feb Söngvakeppnin í 30 ár

Söngvakeppni RÚV fagnaði stórafmæli á árinu  og því var fagnað með pomp og prakt að 30 ár voru liðin frá því Ríkisútvarpið sendi í fyrsta sinn fulltrúa til þátttöku í Eurovision-keppninni.  RÚV sýndi að því tilefni sérstaka útgáfu af „Árið er“ þar sem farið var yfir 30 ára sögu keppninnar í sex skemmtilegum (samantektar)þáttum. Þættirnir vöktu mikla athygli og unnu m.a. til Eddu-verðlauna. Úrslitakeppnin var haldin í Laugardalshöll í fyrsta skipti og komust færri áhorfendur að en vildu. Tvær erlendar Eurovision-stjörnur stigu á svið, belgíska söngkonan Sandra Kim, sem vann keppnina 1986 þegar Ísland tók þátt í fyrsta sinn, og sænska söngkonan,Loreen. Eftir æsispennandi keppni stóð Greta Salóme uppi sem sigurvegari með lag sitt „Raddirnar“ (Hear Them Calling) og keppti fyrir Íslands hönd í Eurovision sem fram fór í Stokkhólmi í maí. Áhorf á úrslitakeppnina var  frábært, meðaláhorf á útsendinguna 54% og uppsafnað áhorf 68% , sem er mun meira en á úrslitin í fyrra. Hlutdeild RÚV á útsendingartíma Söngvakeppninnar var 96%, sem þýðir að 96% þeirra, sem voru að horfa á dagskrá sjónvarpsstöðvanna á meðan keppnin var í loftinu, horfðu á hana.

http://www.ruv.is/frett/opnunaratridi-songvakeppninnar-2016-myndband

http://www.ruv.is/frett/hear-them-calling-sigurvegari-songvakeppninnar

http://www.ruv.is/frett/frabaert-ahorf-a-ofaerd-og-songvakeppnina

No Comments

Post A Comment