Sögur verðlaunahátíð haldin í fjórða sinn

05 Jun Sögur verðlaunahátíð haldin í fjórða sinn

Sögur, verðlaunahátíð barnanna, var haldin með pompi og prakt í Hörpu þann 5. júní. Á hátíðinni er það efni verðlaunað sem þótt hefur skara fram úr í íslenskri barnamenningu. Sigurvegararnir voru valdir af börnum í gegnum netkosningu. Daði Freyr hlaut tvenn verðlaun fyrir lag ársins og sem tónlistarflytjandi ársins. Krakkaskaupið var valið barna- og unglingasjónvarpsþáttur ársins en sjónvarpsþátturinn Blindur bakstur var valinn fjölskylduþáttur ársins. Þórhallur Sigurðsson, betur þekktur sem Laddi, hlaut heiðursverðlaun hátíðarinnar.

 

https://www.ruv.is/frett/2021/06/05/slimugri-soguhatid-lokid-fjolbreyttir-sigurvegarar

 

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.