28 Feb Slökkt á langbylgjuútsendingum frá Eiðum
Langbylgjuútsendingar frá Eiðum voru lagðar af 27. febrúar 2023. Langbylgjuútsending Rásar 2 hefur fram til þessa verið skilgreind sem útvarpsöryggisútsending RÚV. Nú hefur verið ákveðið, í góðri samvinnu við Neyðarlínuna og almannavarnir, að útvarpsöryggisútsendingar verði í gegnum FM-senda Rásar 2. Markviss uppbygging FM-kerfisins á fáfarnari stöðum hófst 2017 og miðar vel. Sendum hefur verið komið fyrir á hálendinu auk stórra senda á lykilstöðum fyrir sjófarendur. Með varaaflsstöðvum er dregið úr hættu á að útsending rofni vegna veðurs og rafmagnsleysis.
Sorry, the comment form is closed at this time.