29 Oct Skýrsla um þróun fjárhags RÚV
Samantekt á vinnu nefndar undir formennsku Eyþórs Arnalds staðfesti að RÚV ohf. hefur verið undirfjármagnað frá stofnun árið 2007. Skuldsetning félagsins hefur frá 2007 verið allt of mikil. Það hafa stjórnendur og stjórnir RÚV sagt lengi og þetta var einnig staðfest í sjálfstæðri úttekt PWC árið 2014. Mistök voru gerð með því að láta gamlar lífeyrssjóðsskuldbindingar ríkisins fylgja með við hlutafélagsvæðinguna. Í samantektinni kemur fram að gera þarf nýjan þjónustusamning sem byggir á því að útvarpsgjald lækki ekki frekar og fjármögnun sé stöðug út samningstímann. Samantektin staðfestir að jákvæður viðsnúningur hefur orðið í rekstrinum á undanförnum átján mánuðum. Nýgerður samningur um sölu á byggingarrétti við Efstaleiti mun leiða til mestu lækkunar skulda í sögu félagsins. Samantektin staðfestir einnig að ríkið hefur frá stofnun RÚV ohf. haldið eftir 2.677 m.kr. af þvi útvarpsgjaldi sem lagt er á almenning. Í skýrslunni er fjallað um þær miklu aðhaldsaðgerðir sem RÚV hefur ráðist í frá 2007 og að rekstrargjöld hafi lækkað um 11%. Þar kemur og fram að heildartekjur RÚV eru aðeins lítið brot af tekjum systurstöðvanna á Norðurlöndunum og í Bretlandi. Einnig að opinber framlög á hvern íbúa eru lægst á Íslandi af Norðurlöndunum. RÚV gerði athugasemdir við ýmis atriði í skýrslunni en fjölmargir aðrir aðilar gerðu athugasemdir, leiðréttingar og áréttingar við efni samantektarinnar, þeirra á meðal fjölmiðlanefnd, mennta- og menningarmálaráðuneytið, Vodafone, stjórn Ríkisútvarpsins og Páll Magnússon fyrrverandi útvarpsstjóri. Að auki lýstu fjölmargir opinberlega yfir skoðun sinni á skýrslunni.
http://www.ruv.is/frett/svarthvit-samantekt
http://www.ruv.is/sites/default/files/throun_fjarhags_ruv_fra_2007_29_10_2015.pdf
http://www.ruv.is/frett/leidretting-vegna-rangfaerslna-i-skyrslu
No Comments