22 Mar Siðareglur RÚV taka gildi
Nýjar siðareglur RÚV tóku gildi í mars og samhliða var siðanefnd sett á laggirnar. Reglurnar voru unnar af starfsfólki RÚV með aðstoð sérfræðinga, m.a. frá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands, og eru settar í þeim tilgangi að stuðla að faglegum vinnubrögðum, draga úr hættu á hagsmunaárekstrum og auka traust til RÚV. Nákvæmari reglur gilda um tiltekna þætti í starfseminni, s.s. vinnslu fréttaefnis o.fl. Með reglum um málsmeðferð athugasemda og kvartana, sbr. 13. gr. laga nr. 23/2013, um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, er einnig skapaður farvegur trausts og óhlutdrægni fyrir rökstuddar ásakanir um misbrest og stuðlað að því að leyst verði úr ágreiningi á málefnalegan hátt. Siðareglurnar eru mikið framfaraskref fyrir vinnustaðinn og sameiginlegt verkefni allra að vinnubrögð samræmist þeim.
No Comments