08 Jun Scandinavian screening í fyrsta sinn á Íslandi
Kaupstefnan Scandinavian screening var haldin í Hörpu 6.-8. júní. Þar komu saman stærstu kaupendur sjónvarpsefnis og kvikmynda í heiminum til að kynna sér og festa kaup á norrænu sjónvarpsefni. Kaupstefnan var haldin hérlendis vegna rammasamnings RÚV og DR Sales um samstarf við kynningu, sölu og dreifingu á efni RÚV og annarra innlendra framleiðenda á alþjóðamarkaði. Kynntar voru 30 leiknar þáttaraðir og heimildarmyndir og var íslenskt efni í öndvegi. Með þessu skapaðist einstakt tækifæri fyrir það íslenska sjónvarpsefni sem DR-Sales hefur tekið að sér að kynna og selja og var þannig stuðlað að auknum samskiptum við áhrifamikla erlenda kaupendur í 60-70 löndum.
http://www.ruv.is/i-umraedunni/scandinavian-screening-heppnadist-vel
No Comments