16 Feb Samningur við Myndstef undirritaður
Þann 16. febrúar var nýr samningur við Myndstef undirritaður, en Myndstef og RÚV gerðu fyrst með sér samning árið 1996 vegna notkunar höfundavarinna myndverka við dagskrárgerð hjá RÚV. Samningurinn hafði lítið sem ekkert breyst frá árinu 1999 og því var orðið tímabært að uppfæra hann. Þessi nýi samningur er ólíkur eldri samningi að því leyti að um er að ræða svokallaðan samningskvaðasamning, sem Myndstef hefur heimild til að gera þar sem samtökin hafa viðurkenningu menningar- og viðskiptaráðuneytis. RÚV fagnar þessum samningi sem greiðir án efa fyrir notkun íslenskra myndverka í dagskrárgerð í miðlun RÚV og tryggir að höfundum verði greitt fyrir notin.
Sorry, the comment form is closed at this time.