Stóraukin áhersla á leikið efni hjá RÚV

10 Oct Stóraukin áhersla á leikið efni hjá RÚV

Stjórn Ríkisútvarpsins samþykkti tillögu útvarpsstjóra um að auka áherslu og framlög til framleiðslu íslensks leikins efnis í starfsemi RÚV. Áætlunin miðar að því að RÚV taki enn virkari þátt í kvikmyndagerð hérlendis og bjóði þjóðinni upp á bætt úrval slíks efnis. Stofnuð verður sérstök eining sem nefnist RÚV MYNDIR til að halda utan um verkefnið. Stefnt er að því að frá árinu 2017 sýni RÚV a.m.k. þrjár nýjar leiknar sjónvarpsþáttaraðir á ári og að framlag RÚV til leikins efnis verði ekki undir 200 milljónum króna á ári.

No Comments

Post A Comment