21 Feb RÚV sigursælt á Eddunni
RÚV fékk 25 tilnefningar til Eddu-verðlaunanna og var óvenju sigursælt, hlaut öll verðlaun sem veitt voru í sjónvarpsflokkum. Verðlaunin fyrir barna og unglingaefni hlaut Ævar vísindamaður; frétta- eða viðtalsþáttur ársins var Landinn; leikið sjónvarpsefni, Hraunið; lífsstílsþáttur ársins var Hæpið; Vesturfarar voru menningarþátturinn og Orðbragð skemmtiþátturinn. Brynja Þorgeirsdóttir var sjónvarpsmaður ársins og heiðursverðlaun hlaut Ómar Ragnarsson. Kvikmyndin Vonarstræti fékk 12 verðlaun, m.a. sem kvikmynd ársins. Hún verður á dagskrá RÚV um páskana.
No Comments