RÚV öppin (smáforritin)

13 Dec RÚV öppin (smáforritin)

Sífellt fleiri nota öpp til að neyta efnis frá ljósvakamiðlum og smáforrit frá RÚV eru jafnan meðal þeirra mest sóttu fyrir snjalltæki hér á landi. 

Í aðgengisstefnu Ríkisútvarpsins er lögð áhersla á að RÚV sé aðgengilegt á öllum miðlum. Því tengdu þá hefur smáforrit RÚV verið aðgengilegt í stýrikerfum Apple og Android. Mikilvægt er í ljósi öryggis, gæða og upplifunar að halda slíkum smáforritum uppfærðum. Á árinu voru smáforrit fyrir Apple og Android uppfærð til að auðvelda notkun þeirra og bæta aðgengi notenda að efni RÚV. 

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.