RÚV talinn langmikilvægasti fjölmiðillinn

15 Jun RÚV talinn langmikilvægasti fjölmiðillinn

Yfirburðatraust á fréttastofu RÚV var enn á ný staðfest í könnun MMR. Alls báru 69,3% þátttakenda mikið traust til fréttastofunnar. Næstu fréttamiðlar á eftir RÚV, fréttastofa Stöðvar 2 og mbl.is, nutu trausts 41% svarenda. Viðhorfskönnun Gallup sýndi að mikill meirihluti landsmanna, rúmlega 72% aðspurðra, taldi að RÚV væri sá íslenski fjölmiðill sem væri mikilvægastur fyrir þjóðina. Þetta er stökk upp um 4,4 prósentustig frá fyrra ári og mest afgerandi útkoma þessarar könnunar í 15 ár, eða frá árinu 2002. Könnunin leiddi enn fremur í ljós að jákvæðni þjóðarinnar í garð RÚV og þjónustu miðilsins hefur ekki verið meiri frá 2006. Tæp 72% aðspurðra voru mjög eða frekar jákvæð.

http://www.ruv.is/i-umraedunni/yfirburdatraust-til-ruv-traustid-styrkist-milli-ara

http://www.ruv.is/i-umraedunni/ruv-er-langmikilvaegasti-fjolmidillinn-ad-mati-thjodarinnar

No Comments

Post A Comment