05 Feb RÚV kaupir réttinn til að sýna úrslitamót EM karla í knattspyrnu 2024 og 2028
RÚV hefur tryggt sér sýningarréttinn á úrslitamótum Evrópukeppni karla í knattspyrnu 2024 og 2028. 24 lið komast á lokamótið, annað hvort úr riðlakeppni EM eða umspil Þjóðadeildar UEFA. Þjóðir hafa því tvö tækifæri til að komast á EM. Mörgum er enn í fersku minni þegar Ísland komst í fyrsta skipti á EM árið 2016 í Frakklandi og fór alla leið í átta liða úrslit eftir eftirminnilegan 2-1 sigur á Englandi. Áður hafði RÚV tryggt sér sýningarréttinn á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu á Englandi sumarið 2022 þar sem íslenska kvennalandsliðið verður í eldlínunni. Þetta er í fjórða skipti sem íslenska kvennalandsliðið kemst á EM. Stefna RÚV er að veita þjóðinni aðgang að heimsviðburðum í íþróttum.
Sorry, the comment form is closed at this time.