20 Sep RÚV í samfélaginu – útvarpsþing um hlutverk fjölmiðla í almannaþágu
Ríkisútvarpið hélt árlegt Útvarpsþing fimmtudaginn 28. september. Yfirskriftin var RÚV í samfélaginu. Lögð var áhersla á hlutverk fjölmiðla í almannaþágu, helstu áskoranir, samfélagsumræðu og lýðræðisþróun. Fyrirlesarar voru Ingibjörg Þórðardóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá CNN og aðalritstjóri hjá BBC, Jón Gunnar Ólafsson, nýdoktor í fjölmiðlafræði og Liz Corbin, yfirmaður fréttamála hjá EBU. Í tengslum við útvarpsþingið voru haldnar vinnustofur þar sem starfsmenn RÚV og gestir ræddu lýðræðishlutverk RÚV og ýmis mál sem tengjast því.
Sorry, the comment form is closed at this time.