03 Jan Vegleg umfjöllun um kosningarétt kvenna í hundrað ár
RÚV hélt upp á að 100 ár voru liðin síðan konur fengu kosningarrétt árið 2015 með viðamikilli og fjölbreyttri dagskrá. RÚV framleiddi meðal annars þáttaröðina Öldin hennar, 52 örþætti sem sendir voru út á jafnmörgum vikum. Í þáttunum er fjallað um stóra og stefnumarkandi atburði sem tengjast sögu íslenskra kvenna og baráttu þeirra fyrir samfélagslegu jafnrétti. Í apríl 2016 var þáttaröðin tilnefnd til jafnréttisverðlauna Jafnréttisráðs en verðlaunin verða afhent í maí 2016.
No Comments