RÚV á tímum samkomutakmarkanna

30 Jul RÚV á tímum samkomutakmarkanna

Þegar samkomutakmarkanir miðuðust við 10 manns í kórónuveirufaraldrinum starfaði starfsfólk RÚV sem það gat að heiman. Ríkisútvarpið hefur mikilvægu hlutverki að gegna í slíku almannavarnaástandi og vinnur í samræmi við áætlanir um órofinn rekstur. Hlutverk RÚV í heimsfaraldri inflúensu er vel skilgreint í lögum og landsáætlun. Samkvæmt viðbragðsáætlun RÚV var starfseminni í Efstaleiti í Reykjavík skipt upp í 10 sóttvarnasvæði og vel var gætt að því að takmarka fjölda á hverju sóttvarnasvæði í samræmi við gildandi reglur hverju sinni. Strangar reglur giltu um grímunotkun á öllum svæðum. Miklar takmarkanir voru á komu gesta inn á starfsstöðvar RÚV. Vegna eðlis starfseminnar gat verið óhjákvæmilegt að fjöldi einstaklinga á sama svæði færi upp fyrir tíu manna hámarkið þegar það var í gildi. Vegna eðli starfseminnar fékk RÚV undanþágu frá sóttvarnaryfirvöldum, hámarksfjöldi fólks varðandi starsemi RÚV í Efstaleiti miðaðist við 20 manns minnst. Mötuneyti RÚV var lokað mestan part ársins 2021 og matur afgreiddur í bökkum inn á sóttvarnarsvæðin.

 

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.