18 Mar RÚV á tímum COVID-19
RÚV hefur mikilvægu og skýru hlutverki að gegna í almannavarnaástandi eins og hefur ríkt á tímum COVID-19 faraldursins. Það á við um miðlun frétta, upplýsinga og ekki síður afþreyingarefnis af ýmsu tagi. Öllum þeim fjölbreyttu verkefnum sem þessu fylgja hefur starfsfólk RÚV sinnt af mikilli fagmennsku og elju. Í upphafi faraldursins þurfti að tryggja órofna starfsemi RÚV og skipuleggja og undirbúa hvernig við gætum enn bætt og styrkt okkar upplýsingamiðlun, fræðslu, skemmtun og afþreyingu. MenntaRÚV hóf göngu sína, framleiðsla á örmyndböndum með lykil-fræðsluatriðum varðandi COVID-19, fréttir og upplýsingar þýddar á pólsku auk ensku og COVID-19 umræðuþættir voru settir á dagskrá. Dagskrá í sjónvarpi var aukin til muna þar á meðal endursýningar á eldra efni sem sýnt var á daginn. Heimaleikfimi í sjónvarpi hóf göngu sína og svo mætti lengi telja.
Sorry, the comment form is closed at this time.