21 Dec Ríkisútvarpið og Rás 1 fagna 90 ára afmæli
Fyrstu útsendingar Ríkisútvarpsins voru dagana 20. og 21. desember 1930. Ríkisútvarpið og Rás 1 fögnuðu því 90 ára afmæli árið 2020, af því tilefni var fjölbreytt afmælisdagskrá á Rás 1 í
desember. Þar á meðal var 21 örþáttur undir yfirskriftinni, Það sem skiptir máli, þar sem jafnmargir einstaklingar sögðu hvað þeim þótti skipta máli. Anna Sigríður Þráinsdóttir og Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir sáu um þrjá þætti um stöðu íslenskrar tungu á 90 ára afmælinu. Á afmælisdeginum sjálfum, 21. desember, var sent út beint úr öllum þeim húsum sem Ríkisútvarpið hefur átt samastað á í þessi 90 ár; Hafnarstræti 12, Landsímahúsinu, Skúlagötu 4, Klapparstíg 26 og auðvitað úr Efstaleiti. Í þessum útsendingum voru meðal annars rifjaðir upp nokkrir atburðir og einstaklingar sem komið hafa við sögu Ríkisútvarpsins. Allir lestrar Halldórs Laxness sem til eru í safni RÚV voru gerðir aðgengilegir almenningi í tilefni af 90 ára afmælinu. Lestrarnir voru færðir þjóðinni að gjöf í samstarfi við Guðnýju Halldórsdóttur og Sigríði Halldórsdóttur, dætur skáldsins. Af sama tilefni var gerður nýr þáttur um skáldið og samskitpti hans við Ríkisútvarpið, Dyravörður hjá víðvarpinu.
https://www.ruv.is/i-umraedunni/ras-1-heldur-upp-a-90-ara-afmaeli-rikisutvarpsins
Sorry, the comment form is closed at this time.