23 Feb Reykjavíkurborg leigir hluta Útvarpshússins
Samningur Reykjavíkurborgar og Ríkisútvarpsins um leigu borgarinnar á hluta Útvarpshússins til næstu fimmtán ára var undirritaður. Reykjavíkurborg tekur um 2.600 m2 á leigu til eigin nota auk sameiginlegra rýma. Reykjavíkurborg nýtir húsnæðið fyrir þjónustumiðstöð Laugardals, Háaleitis og Bústaða. Starfsfólk þjónustumiðstöðvar flutti inn í september 2015. Leigusamningurinn færir Ríkisútvarpinu tæplega 60 milljónir króna á ári í leigutekjur auk þess sem rekstrarkostnaður fasteignarinnar lækkar.
http://www.ruv.is/frett/thjonustumidstod-flytur-i-utvarpshusid
No Comments