09 Oct Rakel Þorbergsdóttir lætur af starfi fréttastjóra
Rakel Þorbergsdóttir tilkynnti í byrjun nóvember að hún hyggðist láta af starfi fréttastjóra Ríkisútvarpsins um áramótin. Rakel hefur gegnt starfi fréttastjóra frá því í apríl 2014. Hún hefur á þessum tíma leitt fréttastofuna í gegnum miklar breytingar, einkum í starfsumhverfi fréttastofunnar en einnig ásamt starfsfólki verið leiðandi í miðlun frétta og viðhaldið og byggt upp traust til fréttastofunnar sem mælst hefur mikið í öllum samanburði undanfarin ár. Á þessum tíma hafa miklar breytingar verið gerðar á tækniumhverfi fréttastofu, þar á meðal með nýju og tæknivæddu sjónvarpsmyndveri. Aukin áhersla hefur verið lögð á ítarlegar og vandaðar fréttaskýringar, meðal annars með fréttaskýringaþættinum Kveik sem varð til undir hennar stjórn á fréttastofunni. Heiðar Örn Sigurfinnsson varafréttastjóri gegnir starfi fréttastjóra frá því að Rakel lætur af störfum um áramótin og þar til nýr fréttastjóri hefur verið ráðinn.
Sorry, the comment form is closed at this time.