Páskadagskráin á RÚV

08 Apr Páskadagskráin á RÚV

Að vanda var boðið upp á fjölbreytta og vandaða dagskrá á öllum miðlum RÚV um páskana. Nýtt íslenskt efni og skemmtun fyrir alla fjölskylduna var þar í öndvegi. Við frumsýndum nýja sjónvarpsmynd, Sveinsstykki. Einnig sjónvarpsútgáfu í tveimur hlutum af spennumyndinni vinsælu Ég man þig, sem byggð er á samnefndri skáldsögu Yrsu Sigurðardóttur. Þá voru tvær íslenskar úrvalsmyndir frumsýndar í sjónvarpi, Héraðið og Goðheimar, ásamt nýrri íslenskri heimildarmynd í tveimur þáttum þar sem rakin var saga Þursaflokksins. Ferðalög, nýtt útvarpsleikrit í fjórum hlutum eftir Jón Gnarr var frumflutt  á Rás 1 um páskana. Á Rás 2 fór nýr spurningaþáttur í loftið, Heilahristingur í umsjón Jóhanns Alfreðs Kristinssonar.

https://www.ruv.is/frett/2020/04/08/paskadagskrain-a-ruv

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.