21 Mar Páskadagskrá RÚV
Hátíðardagskrá RÚV um páskana var fjölbreytt og vönduð og hlaut góðar viðtökur. Um 80% þjóðarinnar horfðu á RÚV um páskana og 47% hlustuðu á útvarpsdagskrá á Rás 1 eða Rás 2 frá fimmtudegi til mánudags. Í sjónvarpinu voru sýndar perlur í íslenskri kvikmyndagerð, s.s. kvikmynd ársins, Hrútar, og heimildamynd ársins, Hvað er svona merkilegt við það? og ný íslensk þáttaröð, Ligeglad. Á Rás 1 voru fluttar útvarpsdagbækur Auðar Jónsdóttur rithöfundar, útvarpað var beint frá Brúðkaupi Fígarós í Metrópólitan óperunni og fjölskylduleikritið Ljósberarnir eftir Sölku Guðmundsdóttur var frumflutt. Rás 2 var í beinni útsendinu á Aldrei fór ég suður.
No Comments