12 Apr Páskadagskrá Rásar 2 var fjölbreytt og skemmtileg
Matthías Már Magnússon var á Ísafirði og hlustendur Rásar 2 fengu „aldrei“-stemninguna beint í æð að vestan og spurningaþættirnir Nei hættu nú alveg! sneru aftur um páskana. Veitingamaðurinn og matarspekúlantinn Ólafur Örn Ólafsson skoðaði músík og mat, spjallaði við tónelska matgæðinga og stúderaði með þeim samhengi listar og lystar í þáttunum Músík og matur. Ólafur Páll Gunnarsson og Þorsteinn Hreggviðsson rýndu í kvikmyndina Rokk í Reykjavík og rifjuðu upp plötuna og tónlistina sem öllu breytti á Íslandi fyrir 40 árum.
Sorry, the comment form is closed at this time.