18 Oct Óskalög þjóðarinnar
Haustið 2014 hóf göngu sína fjölskyldu- og skemmtiþátturinn Óskalög þjóðarinnar þar sem þjóðin fékk tækifæri til að velja og heyra óskalögin sín í flutningi sinna ástsælustu listamanna. Lögin hafði þjóðin valið til flutnings með netkosningu á RÚV.is. Í hverjum þætti voru flutt fimm af allra vinsælustu lögum hvers áratugar frá 1944-2014. Í lokaþættinum var óskalag þjóðinnar valið og hreppti lag Bjartmars Guðlaugssonar, Þannig týnist tíminn, í flutningi Páls Rósinkranz titilinn. Umsjónarmenn þáttaraðarinnar voru Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Jón Ólafsson.
No Comments