Ólafur Egilsson til liðs við RÚV og fagráð um leikið efni

23 May Ólafur Egilsson til liðs við RÚV og fagráð um leikið efni

Ólafur Egill Egilsson var ráðinn úr hópi 79 umsækjenda í stöðu handritaráðgjafa hjá dagskrárdeild sjónvarps. Handritaráðgjafi gegnir þýðingarmiklu hlutverki í þróun leikins efnis. Í starfinu felst móttaka hugmynda, mat á verkefnum, þátttaka í verkefnavali og þróun handrita og framleiðslu á verkum sem RÚV er meðframleiðandi að. Samhliða ráðningu handritaráðgjafa tók til starfa fagráð um leikið efni sem fær til reglubundinnar meðferðar öll leikin verkefni á vegum RÚV. Þau leiknu verkefni sem RÚV tekur þátt í sem meðframleiðandi, aðalframleiðandi eða kaupandi sýningarréttar verða undir merkjum RÚV mynda.

http://www.ruv.is/i-umraedunni/olafur-egilsson-til-lids-vid-ruv

No Comments

Post A Comment