23 May Ólafur Egilsson til liðs við RÚV og fagráð um leikið efni
Ólafur Egill Egilsson var ráðinn úr hópi 79 umsækjenda í stöðu handritaráðgjafa hjá dagskrárdeild sjónvarps. Handritaráðgjafi gegnir þýðingarmiklu hlutverki í þróun leikins efnis. Í starfinu felst móttaka hugmynda, mat á verkefnum, þátttaka í verkefnavali og þróun handrita og framleiðslu á verkum sem RÚV er meðframleiðandi að. Samhliða ráðningu handritaráðgjafa tók til starfa fagráð um leikið efni sem fær til reglubundinnar meðferðar öll leikin verkefni á vegum RÚV. Þau leiknu verkefni sem RÚV tekur þátt í sem meðframleiðandi, aðalframleiðandi eða kaupandi sýningarréttar verða undir merkjum RÚV mynda.
http://www.ruv.is/i-umraedunni/olafur-egilsson-til-lids-vid-ruv
No Comments