Öflugra og skarpara RÚV – til framtíðar

26 Oct Öflugra og skarpara RÚV – til framtíðar

Uppfært stjórnskipulag RÚV var kynnt í lok október en það styrkir dagskrárþróun, framleiðslu og miðlun til stafrænnar framtíðar. Nýmiðlasvið, Rás 2 og RÚVnúll sameinast í nýmiðlasviði, sem sinnir jöfnum höndum síkvikri dagskrárgerð á vef, í útvarpi og á samfélagsmiðlum. Þá verður til nýtt framleiðslusvið með aukinni áherslu á samstarf og útleigu. Dagskrársviðin eru styrkt með nýrri stöðu, framkvæmdastjóra miðla, sem veita mun liðsstyrk við samninga- og áætlanagerð, birgðastýringu og daglegan rekstur. Sjálfstæði fréttastofunnar er einnig formfest með enn skýrari hætti í nýju skipuriti sem og skilin milli dagskrárstjórnar og framkvæmdastjórnar RÚV. Formföst dagskrárstjórn fer með óumdeilt dagskrárvald og samhliða fækkum við í framkvæmdastjórn.

http://www.ruv.is/i-umraedunni/oflugra-og-skarpara-ruv-til-framtidar

No Comments

Post A Comment