21 Oct Ófærð valin besta sjónvarpsþáttaröð í Evrópu
Sjónvarpsþáttaröðin Ófærð vann evrópsku sjónvarpsverðlaunin fyrir bestu sjónvarpsþáttaröð í Evrópu árið 2016. Verðlaunin voru afhent á Prix Europa hátíðinni í Berlín 21. október. Forsvarsmenn RÚV voru viðstaddir hátíðina og veittu verðlaununum viðtöku. Þáttaröðin hefur hlotið almenna hylli víða um heim, og gagnrýnendur hafa lofað hana.Ætla má að vel á annan tug milljóna hafi horft á þættina og enn á eftir að sýna þá víða. RVK Studios og RUV hafa hafið vinnu við nýja seríu af Ófærð sem áætlað er að frumsýna á RÚV haustið 2018. Tvö útvarpsverkefni af Rás 1 hlutu einnig tilnefningu til Prix Europa verðlaunanna, útvarpsleikritið Sek eftir Hrafnhildi Hagalín og þáttaröðin um snjóflóðin á Flateyri, Flóð.
http://www.ruv.is/i-umraedunni/ofaerd-besta-sjonvarpsthattarod-i-evropu-arid-2016
http://www.ruv.is/i-umraedunni/vinna-vid-adra-seriu-ofaerdar-hafin
No Comments