24 Dec Nýtt útvarpsleikrit frumflutt á aðfangadag
Á aðfangadag var frumflutt í Útvarpsleikhúsinu á Rás 1 glænýtt útvarpsleikrit í fjórum hlutum eftir Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur, Með tík á heiði. Í verkinu fléttast saman sögur tveggja kvenna, Erlu og Þorgerðar. Erla er nútímakona sem býr í Hveragerði. Þorgerður var uppi fyrir 100 árum. Sagan er einskonar frjósemissaga þessarra kvenna, brot úr æviskeiðum þeirra. Leikstjóri er Silja Hauksdóttir og með aðalhlutverk fara María Heba Þorkelsdóttir og Þuríður Blær Jóhannsdóttir.
Sorry, the comment form is closed at this time.