03 Mar Nýr vefur RÚV.is í loftið
Nýr vefur Ríkisútvarpsins, RÚV.is, fór í loftið 3. mars og markar hann þáttaskil í sögu RÚV. Vefurinn hefur hlotið afbragðsviðtökur – heimsóknum fjölgaði allnokkuð og meðalnotandinn hefur jafnframt lengri viðdvöl en áður. Viðbrögðin eru mjög jákvæð. Tilgangurinn er að miðla fjölbreyttu efni allra miðla RÚV. Nýr vefur er sannkallað hlaðborð frétta og skemmtiefnis, menningar og mannlífsumfjöllunar. Á nýjum undirvef, Okkar RÚV, er vettvangur til að miðla því sem ber hæst í starfseminni, svara spurningum og taka við ábendingum.
No Comments