04 Apr Nýr þjónustusamningur undirritaður
Undirritun þjónustusamnings til fjögurra ára við mennta- og menningarmálaráðherra var afar mikilvægt skref fyrir RÚV. Með honum var tryggð örugg fjármögnun út samningstímann, eins og lög kveða á um og tíðkast í löndunum í kringum okkur. Forsenda samningsins er að innheimt útvarpsgjald lækki ekki að raunvirði frá árinu 2016. Helstu áherslur í nýjum samningi skerpa á almannaþjónustuhluverki RÚV. Þar er meðal annars kveðið á um stóraukna áherslu RÚV á leikið íslenskt efni, innlenda dagskrárgerð og á menningarhlutverk RÚV. Þjónusta RÚV á landsbyggðinni er varin og aukið verður enn við þjónustu við börn og ungmenni.
http://www.ruv.is/i-umraedunni/nyr-thjonustusamningur-ruv
http://www.ruv.is/i-umraedunni/nyr-thjonustusamningur-mikilvaegt-og-jakvaett-skref
No Comments