Nýr samningur STEF og RÚV

07 Sep Nýr samningur STEF og RÚV

STEF, höfundaréttarsamtök tón- og textahöfunda, og Ríkisútvarpið gerðu nýjan samning um flutning tónlistar og hljóðsetningu. Miklar breytingar á tækni og miðlun hafa orðið síðan eldri samningur frá 1987 var gerður og tímabært að aðlaga samninginn nýjum tímum. 

Helstu breytingar í endurnýjuðum samningi snúa að skýrari heimildum um hljóðsetningu svo og miðlunar efnis í stafrænu formi. Samningurinn felur í sér allnokkra hækkun á þóknun til höfunda í samræmi við breyttar miðlunarleiðir og það sem best tíðkast erlendis. 

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.