Nýjar siðareglur RÚV

20 Jun Nýjar siðareglur RÚV

Nýjar siðareglur Ríkisútvarpsins tóku gildi í júní, en þær eru afrakstur yfirferðar og endurskoðunar á eldri reglum. Þjónustusamningur menningarmálaráðherra og RÚV gerir ráð fyrir að siðareglurnar séu endurskoðaðar reglulega. Þær fela í sér viðmið um hátterni starfsfólks Ríkisútvarpsins og tilgangur þeirra er að efla fagleg vinnubrögð og auka traust á starfsemina. Í reglunum er fjallað um grunngildi Ríkisútvarpsins og starfsfólk þess, heilindi, hagsmunaárekstra, starfsumhverfi, jafnrétti, einelti, ofbeldi, samfélag og umhverfið. Gætt hefur verið að samræmi milli siðareglna og annarra reglna sem gilda um starfsemi Ríkisútvarpsins, þar á meðal reglna um fréttir og dagskrárefni tengt þeim og reglna um meðferð athugasemda og kvartana sem einnig hafa verið endurskoðaðar. Siðareglurnar má sjá hér.

 

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.