18 May Stefna RÚV til 2021
Bætt þjónusta fyrir ungt fólk, aukið samstarf við skapandi greinar, opnari hugmyndaþróun, dýpri fréttaskýringar og stórsókn í leiknu íslensku efni er meðal þess sem RÚV leggur áherslu á í nýrri stefnu. Stefnan var kynnt 18. maí á vel sóttri ráðstefnu um fjölmiðlun til framtíðar í Útvarpshúsinu við Efstaleiti. Framúrskarandi erlendir fyrirlesarar tóku þátt í ráðstefnunni, fluttu erindi, miðluðu af reynslu sinni og brugðust við nýrri stefnu RÚV. Öll hafa þau öðlast viðamikla þekkingu í störfum sínum fyrir almannaþjónustumiðla víða um Evrópu.
Nýja stefnan er afrakstur umfangsmikilla rannsókna, rýni á stefnu annarra almannaþjónustumiðla og samtals við starfsfólk, almenning og hagaðila. Stefnan verður leiðarljós Ríkisútvarpsins næstu ár og er uppskriftin að því hvernig RÚV ætlar að halda traustu sambandi við allan almenning til framtíðar.
http://www.ruv.is/i-umraedunni/2021
http://www.ruv.is/i-umraedunni/2021-en
http://www.ruv.is/i-umraedunni/ny-stefna-ruv-til-2021-fjarfestir-i-framtidinni
http://www.ruv.is/i-umraedunni/press-release-ruv-strategy-until-2021-presented
No Comments