11 May Námskeið í útvarpsþáttagerð á vegum RÚV og HÍ
Síðastliðið vor stóð RÚV ásamt Háskóla Íslands að tveggja vikna námskeiði í útvarpsþáttagerð sem var opið nemendum úr öllum deildum. Í ár voru það 65 háskólanemar sem sátu kynningar og fyrirlestra starfsfólks RÚV. Að námskeiði loknu skilaði nemandi fullbúnum útvarpsþætti sem fluttur var undir dagskrárliðnum Fólk og fræði á Rás 1 að hausti. Þættir nemanna fjölluðu um allt milli himins og jarðar, frá stjórnmálum til stjarnanna.
No Comments