MenntaRÚV

25 Mar MenntaRÚV

MenntaRÚV hefur verið í undibúningi um nokkurt skeið en ákveðið var að hraða þeirri vinnu í ljósi kórónaveirufaraldursins. Hugmyndin með MenntaRÚV er að bjóða með aðgengilegum hætti upp á dagskrárefni RÚV sem nýta má við fræðslu, upplýsingaöflun, nám og kennslu. Hryggjarstykkið í MenntaRÚV er nýr vefur með spilaraviðmóti þar sem nálgast má fræðandi og upplýsandi dagskrárefni RÚV. Til að byrja með verður þar efni fyrir grunn- og framhaldsskóla, en stefnt er að því að hann verði fyrir öll skólastig með efni sem nýtast kann við fjarnám, kennslu eða fræðslu. Efninu í spilaranum er skipt þrjá flokka af efni sem tekur mið af þörfum og námsstigi mismunandi aldurshópa, 6-12 ára, 13-16 ára og 16 ára og eldri. Vefurinn fór í loftið mánudaginn 25. mars 2020.

https://www.menntaruv.is

 

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.