10 Jan Menningarviðurkenningar RÚV veittar
Menningarviðurkenningar RÚV voru veittar við hátíðlega athöfn þann 10. janúar. Guðrún Eva Mínervudóttir hlaut viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins og Bubbi Morthens hlaut Krókinn, viðurkenningu Rásar 2, fyrir framúrskarandi tónlistarflutning á árinu. Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og fleiri góðir gestir voru við athöfnina sem útvarpað var í beinni útsendingu á Rás 1 og streymt á rúv.is. Veitt var viðurkenning úr Rithöfundasjóði og tilkynnt um styrki úr Tónskáldasjóði Ríkisútvarpsins og STEFs á árinu. Alls var 71 styrkur veittur úr sameinuðum Tónskáldsjóði Ríkisútvarpsins og STEFs árið 2019. Sjóðurinn hefur það markmið að stuðla að frumsköpun og útbreiðslu íslenskrar tónlistar. Sjóðurinn veitir höfundum fjárstuðning fyrir tónsmíði og heildstæð verk og er sérstaklega horft til fagþekkingar auk þess sem metnaðarfyllri og yfirgripsmeiri verkefni hljóta forgang. Niðurstöður kosningar um orð ársins voru einnig kynntar. Orðið hamfarahlýnun hlaut flest atkvæði. Það var einnig orð ársins að mati Stofnunar Árna Magnússonar sem byggði valið á upplýsingum í textasöfnum sínum.
https://www.ruv.is/i-umraedunni/menningarvidurkenningar-ruv-2019
Sorry, the comment form is closed at this time.